Allir þátttakendur í námskeiðinu hafa aðgang að Baðhúsinu á mánudögum og miðvikudögum og er þeim frjálst að nota heita pottinn, hvíldarhreiðrið og gufuna eftir tíma. Aðstaðan í Baðhúsinu er mjög góð og þar er einnig barnagæsla.
Það er alltaf hægt að koma nýr í hópinn - við tökum vel á mótum öllum nýjum meðlimum
Þetta verður frábærlega skemmtilegur heilsuvetur, fullur af gleði og kærleika. Við munum njóta samvista við hverja aðra,hreyfa okkur að lágmarki 3x í viku, hittast í matarklúbbum, hafa þematíma og Guð má vita hvað fleira okkur dettur í hug að gera
Sem dæmi má nefna að á haustönn 2012 vorum við með 4 matarklúbba, héldum litlu-jólin, fórum á jólahlaðborð, fórum saman í bíó, nokkrum sinnum út að borða og fleira og fleira og fleira. Frábærlega góður og uppbyggjandi félagsskapur.
Vertu ófeimin að hringja í mig eða senda mér tölvupóst. Ekki hika - hoppaðu með í ferðalag breyttrar og bættrar líðanar
Upplýsingar og skráning í síma 891-6901 eða [email protected]
Kærleikskveðja, Berglind
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is